Error message

  • Deprecated function: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; nodequeue_queue has a deprecated constructor in include_once() (line 1121 of /var/www/vhosts/opel.is/httpdocs/includes/bootstrap.inc).
  • Deprecated function: The each() function is deprecated. This message will be suppressed on further calls in menu_set_active_trail() (line 2394 of /var/www/vhosts/opel.is/httpdocs/includes/menu.inc).

Opel ábyrgð

Leiðbeiningar vegna ábyrgðarskilmála Opel

Þeir sem fylgja leiðbeiningunum um ábyrgðaskilmála upplifa hraða- og snurðulausa þjónustu þurfi bílinn þeirra óvænt á ábyrgðaviðgerð að halda:

Frá og með 1. janúar 2018 veitir Bílabúð Benna 5 ára ábyrgð* á nýjum Opel bílum. Opel bílar sem keyptar voru hjá Bílabúð Benna fyrir 1.janúar 2018 eru með tvegggja ára ábyrgð.
 

Til að viðhalda ábyrgðinni þarf notandi (eigandi) bílsins að fara eftir ábyrgðarskilmálunum og mæta með bílinn í reglulegt viðhald og eftirlit samkvæmt ábyrgðaskilmálum í þjónustubók. Vanræksla á að framfylgja ábyrgðarskilmálum getur leitt til þess að ábyrgð fellur niður. Vanræksla kemur ekki í veg fyrir lagalegan rétt notanda (eiganda) samkvæmt íslenskum lögum.

 

1. Ef eigandi heldur áfram að keyra bifreið sem hefur bilað getur ábyrgð fallið niður. Allar bilanir þarf að tilkynna tafarlaust til viðurkennds Opel þjónustuaðila. Tafir á að tilkynna um bilun geta leitt til óþæginda seinna.

2. Ef bíllinn hefur verið þjónustaður af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila Opel getur þjónustuaðili Opel hafnað ábyrgð hafi viðurkenndir varahlutir ekki verið notaðir eða að viðgerðin hafi sannanlega ekki staðist gæðakröfur Opel.

3. Vanræksla á að fylgja eftir viðukenndu þjónustueftirliti Opel getur leitt til þess að ábyrgð fellur niður.

4. Ábyrgðin nær ekki til bilana sem upp kunna að koma vegna misnotkunnar, vanrækslu, árekstra eða annars eðlilegs slits og tæringar sem á sér stað við eðlilega notkun.

5. Opel bílar eru smíðaðir samkvæmt afar nákvæmum gæðastöðlum til að uppfilla stöngustu kröfur um nýtingu eldsneytis og eiginleika. Breytingar sem gerðar eru á Opel bílum og leiða til bilana að einhverju tagi eru alltaf gerðar á ábyrgð eiganda (notanda). Breytingar á Opel bílum geta einungis verið á ábyrgð umboðs- og/eða þjónustuaðila Opel ef breytingarnar eru fyrirfram viðurkenndar af Opel.

6. Opel bifreiðin var framleidd sem fólksflutningatæki fyrir allar almennar og venjulegar aðstæður. Ekki er ætlast til að bifreiðin sé notuð við aðrar aðstæður svo sem í akstursíþróttakeppnir, rallý, spólkeppnir (Drift) eða aðrar líkar aðstæður. Umboðs- og/eða þjónustuaðili áskilur sér rétt til að hafna ábyrgð sé bifreiðin notuð á ofangreindan hátt.

7. Ábyrgð á mannsláti, líkamlegum meiðslum, eignaskemmdum eða tekjutapi, hvort sem það stafar beint eða óbeint frá atvikum sem tengjast ábyrgðinn, fellur ekki undir ábyrgð bílsins. Þessu skilyrði er ekki ætlað að takmarka eða útiloka ábyrgð á mannsláti eða líkamstjóni vegna framleiðslugalla eða vanrækslu sem framleiðandi eða starfsmenn hans verða uppvísir af. Eiganda (notanda) er skylt að sjá til þess að bifreiðin sé ekki notuð án hefðfbundinna lögboðinna bifreiðatrygginga.

Hjólbarðar
Hjólbarðar Opel bifreiða eru tryggð af framleiðanda dekkjanna fyrir efnis- og smíðagöllum sem upp kunna að koma í dekkjunum. Mál af þessu tagi skulu fara í gegnum viðurkennda þjónustuaðila Opel eða viðukennda umboðsaðila dekkjanna sem um ræðir sem sjá um að ganga frá bótum. Við mat á bótum skal ávallt tekið tillit til notkunnar dekkjanna til þess tíma sem bæturnar miðast við.

 

Stillingar
Stillingar eru í ábyrgð fyrstu 12 mánuðina. Þetta á þó ekki við sé hjólastilling hluti af reglubundnu viðhaldseftirliti.

Aðrir hlutir
Afstilltar hjólastillingar sem rekja má til vanrækslu framleiðanda eru í ábyrgð fyrstu 12 mánuði frá afhendingu. Rúðuþurrkublöð sem ekki hafa verið rétt sett í hjá framleiðanda og því verið til vandræða eru í ábyrgð fyrstu 3 mánuðina.

Opel varahlutir
Opel varahlutir sem settir eru í bifreiðina eftir að ábyrgð líkur eru í 2ja ára ábyrgð.

Ábyrgð á málningu
Málningarábyrgð nær yfir galla svo sem mislitun, og aðra sýnilega og augljósa galla á yfirborði málaðra flata bifreiðarinnar, sem rekja má til vanrækslu framleiðanda. Ábyrgðin er til 3ja ára frá afhendingu.
Allar ábyrgðarviðgerðir sem snúa að málningarvinnu skulu ákveðnar af viðurkenndum umboðs- og/eða þjónustuaðila Opel.

Leiðbeiningar um viðhald málningarábyrgðar:
1. Þrátt fyrir að málning og málningarvinna standist allar nútímakröfur um gæðir og endingu við allt venjulegt álag, sem reikna má með að bifreiðin lendi í, er rétt að benda eiganda (notanda) á að ýmiss mengandi útblástur frá iðnaði getur skemmt áferð á lakki og því er nauðsynlegt að viðhalda áferðinni með réttri meðhöndlun. Við mælum með leiðbeiningum um meðhöndlun málningar í eigandahandbók bílsins.

2. Fugladrit getur verið verulega tærandi og hæglega skemmt lakk. Því er mikilvægt að þrífa allt fugladrit af við fyrsta tækifæri.

3. Skemmdir á málningu bifreiða sem verða vegna mengandi útblásturs frá iðnaði eða fugladrits falla ekki undir ábyrgð bílsins.

Ryðvarnarábyrgð
Allar Opel bifreiðar framleiddar eru með 12 ára ryðvarnarábyrgð.
Allar viðgerðir sem falla undir ryðvarnarábyrgðina skulu framkvæmdar af viðurkenndum umboðs- og/eða þjónustuaðila Opel. Ábyrðin nær til ryðs sem kemur að innan frá úr huldum hlutum bifreiðarinnar svo sem innan á hurðum og innan úr lokuðum hólfum.
Ábyrgðin nær ekki til skemmda sem rekja má til árekstra, steinkasts eða annara utanaðkomandi þátta.

Leiðbeiningar um viðhald ryðvarnarábyrgðar:
Til að tryggja að viðgerðir sem falla undir ryðvarnarábyrgð bílsins séu framkvæmdar á skjótan og hagkvæman hátt eru eigendur Opel bíla vinsamlegast beðnir um að fylgið eftirfarandi leiðbeiningum.
1. Bifreiðina á að skoða af viðurkenndum Opel þjónustuaðila reglulega samkvæmt fyrirliggjandi þjónustueftirliti.

2. Viðgerðir sem þarf að framkvæma á yfirborðshlutum bifreiðarinnar og ná til ryðvarnarábyrgðar skulu framkvæmdar af viðkenndum Opel þjónustuaðila samkvæmt fyrirliggjandi stöðlum Opel.

3. Bifreiðar sem lenda í meiriháttar tjóni og þarfnast viðgerðar meðan á ryðvarnarábyrgðartímbilinu stendur eru í ábyrgð enda:
a. Er viðgerðin framkvæmd samkvæmt stöðlum Opel.
b. Viðgerðin er framkvæmd af viðurkenndum aðila.

4. Ábyrgðin er einungis í gildi séu notaðir viðurkenndir Opel varahlutir.

 

*Ath. eftirfarandi ábyrgðarskilmálar gilda fyrir Opel Ampera-e
• 8 ára ábyrgð eða 160.000 km hvort sem kemur á undan, er á háspennuíhlutum í nýjum Opel Ampera-e.
• 2 ára ábyrgð óháð akstri er á öðrum íhlutum í nýjum Opel Ampera-e.
• 12 ára Ryðvarnarábyrgð.
 

Þjónustuaðili Opel á Íslandi er Bílabúð Benna ehf. www.benni.is