Þitt einkalíf. Þín ákvörðun.

• Verndaðu friðhelgi þína - með einum hnappi. OnStar gerir ekkert án þíns samþykkis.

• Öryggisins vegna ákveður þú PIN númer þegar þú setur upp OnStar áskrift þína. Ef þú þarft að láta OnStar opna bílinn án lykla (e.remote door unlock) eða þarft aðstoð ef bílnum hefur verið stolið, mun OnStar ráðgjafi spyrja þig um það til staðfestingar.

• Ef þú heldur friðhelgishnappinum (e.privacy button) í bílnum niðri í fimm sekúndur, munt þú dylja staðsetningu bílsins hvenær sem er. Ef þér snýst hugur, þá getur þú aftur þrýst á hnappinn í 5 sekúndur og staðsetning bílsins mun aftur verða sýnileg OnStar. Eina undantekningin á þessu fyrirkomulagi er ef um alvarlegt neyðartilvik er að ræða.1

• Þín Persónuvernd er okkur mikilvæg: Við munum aldrei láta þriðja aðila í té persónuleg gögn um þig án þíns samþykkis. Þínar upplýsingar munu aðeins vera aðgengilegar fyrir OnStar og GM Holding LLC (USA), tengdum fyrirtækjum eins og Adam Opel AG, umboðsaðilum Opel og fyrirtækjum með þjónustusamning við OnStar einnig öðrum þjónustuaðilum sem þú óskar eftir að fái aðgang að upplýsingunum.


1. T.d. ef um árekstur er að ræða eða bíl hefur verið stolið.