OnStar hnapparnir í bílnum þínum

Með einum smelli. Þrír hnappar í bílnum þínum eru lykillinn að alhliða þjónustu OnStar. Við erum alltaf til staðar fyrir þig - nema ef þú ýtir á friðhelgishnappinn og lokir á þjónustuna.

Þessir þrír hnappar eru þín beintenging við OnStar:

• Blái þjónustuhnappurinn gefur þér beint samband við OnStar ráðgjafa - þannig getur þú nýtt þér flestar OnStar þjónustur

• Í neyðartilfelli ýtir þú á rauða hnappinn. Þú munt strax fá samband við OnStar ráðgjafa, sem mun aðstoða þig eins fljótt og hægt er.

• Ef þú ýtir á svarta friðhelgishnappinn í 5 sekúndur, mun OnStar ekki fylgjast með staðsetningu bílsins nema í neyðartilfellum, svo sem ef um slys er að ræða eða ef bílnum er stolið.