Hvernig get ég fengið OnStar?

OnStar mun senda þér boð með tölvupósti. Smelltu á hlekkinn í tölvupóstinum og haltu áfram sem hér segir:

• Veldu lykilorð og öryggisspurningu

• Skoðaðu og ljúktu skráningu persónuupplýsinga ásamt upplýsingum um ökutækið

• Samþykktu skilmála OnStar

• Stilltu OnStar eftir þínum óskum

Eftir þessi fjögur skref verður OnStar aðgangur þinn virkjaður og mun verða tilbúinn þegar þú færð þinn nýja Opel afhentan.

Eftir 12 mánaða reynslu tímabil án endurgjalds getur þú ákveðið að panta áframhaldandi þjónustu OnStar.

Ert þú ekki með tölvupóstfang?
Ekkert vandamál: sölumenn Opel á Íslandi munu aðstoða þig með skráningu við kaup á Opel. OnStar þjónustan verður virk og mun bíða eftir þér þegar þú færð þinn nýja Opel afhentan.

ps. ef þú skráir ekki tölvupóstfang, getur þú ekki notið ýmissa þjónustuþátta OnStar svo sem snjallsímaforrits og tölvupósts með mánaðarlegri ástandsskýrslu bílsins.