Snjallsíma forritið þitt

Ferðalagið hefst í farsímanum: opnaðu bílinn og athugaðu stöðuna á vélarolíunni - jafnvel áður en þú sest upp í bílinn! MyOpel snjallsímaforritið fyrir OnStar hjálpar þér ef þú hefur gleymt hvar þú lagðir bílnum, láttu hann flauta og blikka ljósunum með hjálp símans.

MyOpel fyrir OnStar1 snjallsímaforritið gerir þér kleyft að:

• Skoða mikilvægar upplýsingar um bílinn eins og loftþrýsting hjólbarða

• Læsa og opna bílnum

• Sjá staðsetningu bílsins2

• Kveikja ljósin á bílnum og eða láta hann flauta

• Senda heimilisföng áfangastaða beint í innbyggða leiðsögukerfi3 bílsins

• Nýta þér allar OnStar þjónustuþætti4, myOpel reikningur verður settur upp við skráningu
Til að nota OnStar í snjallsímanum, sækir þú myOpel forritið í Google Play Store. Ef þú ert að nota iPhone eða iPad, finnur þú myOpel forritið í AppStore.


1. OnStar þjónustan er háð farsímaneti og GPS dekkun. Greiða þarf fyrir OnStar þjónustuna eftir að prufutímabili líkur. Áskriftarpakkar fyrir OnStar gætu innihaldið aðra þjónustur en þær sem í boði voru á prufutímabili. Sumar þjónustur gætu verið háðar ákveðnum bílgerðum eða undirtegundum. Skilmálar og skilyrði gilda.

2. Að senda upplýsingar um áfangastað beint í leiðsögukerfið er ekki í boði fyrir ADAM og Corsa. Innbyggt leiðsögukerfi Opel ásamt kortaupplýsingum eru nauðsynlegur búnaður til að nota þessa þjónustu.

3. Án virkrar OnStar áskriftar, getur þú ekki nýtt þér Þjónustu OnStar í myOpel snjallsímaforritinu.