Hleðsla

ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT VIRKILEGA AÐ VITA VARÐANDI HLEÐSLU Á RAFMAGNSBÍL.

Þegar kemur að því að hlaða rafmagnsbíl finnurðu allar upplýsingar sem þú þarft að vita hér!

Með Opel rafmagnsbílnum þínum fylgir hleðslukapall eða neyðarhleðslutæki - sem þýðir að þú munt nú þegar vera á öruggri leið og getur byrjað að hlaða strax í opinberum hleðslustöðvum eða heimilistengi.

Í daglegri notkun gætirðu viljað hlaða hraðar eða jafnvel viljað hlaða annars staðar en heima. Ef svo er ert þú á réttri braut! Hér á eftir munum við gefa þér ráð um hvaða kapall hentar best hleðsluþörf þinni og þú munt læra hvaða heimahleðslustöð er besti kosturinn fyrir þig. Ennfremur færðu upplýsingar um snjall heimhleðslustöð okkar sem hjálpar til við að stjórna eyðslunni þinni.

 

RÉTTI KAPALLINN FYRIR ÞIG.

Þú hefur mismunandi valkosti, allt frá tilbúnum heimahleðslustöðvum og hraðhleðslu.

 

Aldrei í vandræðum

1,8 kW

 

Það er einfalt að hlaða rafmangsbíl í  heimilistengi: engrar uppsetningar er krafist og réttur kapall (Mode 2 snúra) fylgir sem staðalbúnaður með flestum Opel rafmagnsbílum. Þetta er frábær og sveigjanleg lausn þar sem þú finnur heimilistengi alls staðar. HInsvegar getur hleðsluhraði verið nokkur lágur og því mælum við með því að þú kynnir þér aðra hleðslumöguleika. 

 
Hröð hleðsla: Heima eða á ferðinni

7,4 kW / 11 kW

 

Viltu hlaða hratt og þægilega heima eða að heiman? Þá er hleðslustöð á vegg eða stöng rétta lausnin fyrir þig. Til að nýta þér slíka hleðslumöguleika þarft þú í sumum tilfellum að eiga hleðslukapal sem færst í þjónustumiðstöð og sýningarsölum okkar. Í öðrum stöðvum er hleðslukapallinn fastur við stöðina og þá er nóg að stinga beint í samband við bílinn þinn!

 
Hraðhleðslustöðvar

Á þjóðvegum landsins finnur þú hraðhleðslustöðvar - þannig að meðan þú tekur 30 mín kaffipásu geturðu fyllt rafhlöðuna í Corsa-e upp 80%! Við mælum með að viðskiptavinir sæki um hleðslulykil hjá ON og N1 á meðan þeir bíða eftir bílnum sínum til að geta haldið beint af stað í ævintýrin. 

 

 
Alhliða hleðslutæki

1,8 kW til 11 kW

 

Með alhliða hleðslutækinu stoppar þig ekkert: hleðsla í gegnum heimilisinnstungu, iðnaðarinnstungu eða hleðslustöðvum um land allt.

 

 

SETTU UPP HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ FYRIR RAFMAGNSBÍLINN ÞINN.

Ef þú ert með rafmagnsbíl er í flestum tilfellum þægilegast að hlaða heima með hleðslustöð. Flestar hleðslustöðvar passa fullkomlega við ökutækið og hlaða rafbílinn þinn hraðar en með venjulegri innstungu.

Heimahleðslustöðvar eru mjög auðveldar í notkun og fara sjálfkrafa í gang. Snjall hleðslustöðvarnar eru líka mjög auðveldar í notkun, en hafa fleiri eiginleika sem eru umfram bara að hlaða. Hægt er að tengja snjallforrit við snjallhleðslustöðvar og verður auðveldara að halda utan um notkun, gera áætlun um jafnvægisálag, hafa umsjón með mismunandi notendum og viðhaldi.

 

Við hjá Bílabúð Benna bjóðum upp á mismunandi gerðir af hleðslustöðvum. Hér munum við hjálpa þér að velja hvað hentar þínum þörfum best, með hliðsjón af því sem hentar best fyrir ökutækið þitt.

Hleðslustöðvar 1 & 3 fasa

1-fasa / 3,7 & 4,6 kW eða 7,4 kW

3-fasa / 11 kW

 

Auðveld og ódýr lausn fyrir Opel rafmagnsbílinn þinn, fáanleg sem 1-fasa eða 3-fasa. Þú getur líka hlaðið þriggja fasa bílinn þinn með 1 fasa hleðslustöð, en þú þarft að gera ráð fyrir að hraðinn á hleðslunni lækkar. Þar sem mikils hleðsluhraða er krafist mælum við með þriggja fasa hleðslustöð.

 

 
Snjall hleðslustöðvar 1 & 3 fasa

1-fasa / 7,4 kW

3 fasa/ 11 kW eða 22 kW

 

Tilvalið fyrir þá sem deila hleðslustöðinni, vilja fylgjast með orkunotkuninni og stjórna þeim eftir mismunandi þörfum. Fáðu fullkomna stjórn með snjallri hleðslustöð. Einnig í boði fyrir 1-fasa eða 3-fasa notkun.

 
Styrkir fyrir hleðslustöðvar

Að skipta yfir í rafmagn borgar sig: Þú nýtur ekki aðeins ríkisstyrkja til að kaupa eða leigja rafbíl, heldur færðu einnig stuðning við að setja upp hleðslustöðina þar sem virðisaukaskattur við uppsetningu þeirra fæst endurgreiddur til 31. Desember 2021.

 

 

 

OPEL+ HLEÐSLU FYLGIHLUTIR FYRIR RAFMAGNSBÍLA. 

Hlaða? - Ekkert mál! Hvort sem það er rafmagnsbíll eða tengiltvinnbíll, hvort sem þú kýst heimahleðslu eða hlaða á hleðslustöðvum um land allt - við bjóðum þér bestu hleðslutækin fyrir bílinn þinn og persónulegar óskir. Þú hefur valið: mismunandi hleðslukaplar, hleðslustöðvar, sveigjanlegar lausnir og frekari fylgihlutir.

 

KYNNTU ÞÉR RAFMÖGNUÐU BÍLANA OKKAR.