Eiginleikar

AUKTU VÆNTINGARNAR ÞÍNAR.

Þetta er nýja Corsa-e.

HÖNNUN.

SPORTLEG & GLÆSILEG
Sportlegt en fágað útlit Corsa-e fær hjartað til að slá hraðar. Breiður framendinn vísar til sportbíla 6 áratugarins og allt yfirbragðið er þannig að um mun stærri bíl virðist að ræða.  
LÚXUS TILFINNING
Komdu inn í Corsa-e þar sem innréttingin heillar þig strax með nákvæmu handverki, fáguðum smáatriðum og úrvals hágæða efni. Sportleg staða ökumannsins fær þig til að hlakka til næsta bíltúrs.  
FELGUR

Ef stærð skiptir máli þá eru svipmiklu 16" og 17" felgurnar frábært val. Sérstöku 17" léttu álfelgurnar í svörtu/silfri veita ekki aðeins fallegan litaskugga, heldur eru þær líka léttar og loftdýnamískar - og auka þannig skilvirknina.

 

 
ÞAK VALMÖGULEIKAR

Komdu fólki á óvart með sportlegu og tvítóna þaki. Bættu enn við töfrana með glæsilegu glerþaki. Aksturinn nær nýjum hæðum og þú snýrð aldrei til baka.  

 

 

ÖRYGGI & NÝJUNGAR.

INTELLILUX MATRIX LED FRAMLJÓS
Byltingarkennd LED framljós með sérstaka aðlögunarhæfni veita stórbætta yfirsýn og auka öryggi við dimmar aðsæður. Björt ljósin beygja með hreyfingum bíls og stýrishjóls og varpa þannig birtu enn lengra fram á veginn. 
SKYNVÆDDUR HRAÐASTILLIR
Nýjasta kynslóð stafrænnar ökuaðstoðar er orðin að veruleika. Skynvæddur hraðastillir getur komið í veg fyrir að þú farir yfir hámarkshraða og gerir þér kleift að viðhalda þægilegri lágmarks fjarlægð frá bílnum fyrir framan. Bremsar hann þá og gefur sjálfur í miðað við bílinn sem er fyrir framan. 
LEIÐANDI Í ÖRYGGISTÆKNI.
Corsa-e gætir þín og þinna í öllum aðstæðum. Sneisafullur af nújustu hátækni gerir aksturinn bæði auðveldari og öruggari en fyrr. Akreinavarinn bregst við ef þú byrjar að fara af akreininni þinni og stýrir þér létt aftur á réttan stað. 
STAFRÆNT MÆLABORÐ

Með stafrænu mælaborði auðveldar það þér að fá upplýsingar varðandi hraða, leiðsögukerfis og svo miklu meira. 

 

 

 

 
180° VÍÐSÝNISMYNDAVÉL
Að leggja bílnum og bakka út úr þrengstu aðstæðum verður leikur einn. 180° víðsýnismyndavélin gefur sjónarhorn ofan frá og sýnir allar mögulegar hindranir í námunda við bílinn að aftan. 
ÁREKSTRARVARAR
Kerfið gefur frá sér hljóðmerki til að vara ökumann við mögulegri hættu bæði að framan og aftan. 

LÚXUS ÞÆGINDI.

HITI Í SÆTUM OG STÝRI

Fordæmalaus í sínum flokki, Corsa-e er með upphituðum sætum og stýri fyrir lúxus. Kaldur vetrarakstur heyrir sögunni til.

 

 
ALCANTARA SÆTI

Njóttu úrvals þæginda í hverri ferð með alcantara sætum í Corsa-e, stillanleg fyrir ökumann og farþega. Farþegasætið býður upp á ISOFIX festingar sem geri þér kleift að smella barnastólum auðveldlega á sinn stað.

 

 

 
FARANGURSRÝMI
Ertu með mikinn farangur? 267 lítra farangursrýmið þýðir að þú kemur því öllu fyrir. Fyrir enn meira pláss er hægt að fella niður aftursætin fyrir hámarks pláss. 

TENGINGAR.

LEIÐSÖGUKERFI

Næsti áfangastaður er aðeins einni snertingu í burtu. Veldu á milli margmiðlunar Navi Pro með 10" skjá og Live Navigation Services og margmiðlunar Navi með 7" skjá. Hugsaðu bara stórt og farðu hvert sem er.

 

 

 

 
MARGMIÐLUN

Corsa-e býður uppá Apple CarPlay og Android Auto. Margmiðlunarkerfið veitir þér frelsi fyrir samskipti og skemmtunar, þar á meðal raddstýring og bluetooth tengingu.

 

 
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

Þráðlausa hleðslukerfi Corsa-e gerir þér kleift að hlaða símann þinn á ferðinni hvenær sem er - án þess að þurfa snúru.

 

 

 
OPELCONNECT ÞJÓNUSTA
Opel connect er samheiti yfir þjónustu sem veitir þér öryggi og stuðning til að hjálpa þér að vera tengdur á veginum. 

OPEL+ FYLGIHLUTIR.

Við mætum þínum þörfum.

Tjáðu þig með upprunalegum Opel + fylgihlutum og fáðu sem mest út úr þínum Corsa-e. Hannað og prófað fyrir þinn Opel.

myndin getur verið frábrugðin vörum sem eru til sölu.